Hnífsdalur gerði hana að höfundi

Rithöfundurinn Sarah Thomas í Hornvík á Ströndum.
Rithöfundurinn Sarah Thomas í Hornvík á Ströndum. Ljósmynd/Ben Macfadyen

Rit­höf­und­ur­inn og kvik­mynda­gerðar­kon­an Sarah Thom­as dvaldi hér á landi um ára­bil og hef­ur nú gefið end­ur­minn­ing­ar sín­ar frá dvöl­inni á Vest­fjörðum út á bók. Verkið The Raven's Nest kom út fyr­ir helgi.

Thom­as kom fyrst hingað til lands vorið 2008. Þá var hald­in ráðstefna mann­fræðinga sem fást við heim­ild­ar­mynda­gerð á Ísaf­irði. „Ég hafði mun meiri áhuga á því sem fór fram utan við ráðstefnu­bygg­ing­una. Þetta var seint í maí og það varð varla dimmt. Ég var virki­lega heilluð af staðnum.“

Þannig kynnt­ist hún land­inu í fyrsta sinn og síðan gripu ör­lög­in í taum­ana. „Ástæðan fyr­ir því að ég endaði á því að flytja hingað var sú að ég gisti hjá nokkr­um lista­mönn­um sem voru vin­ir vin­ar míns og þeir buðu mér sum­ar­vinnu í Land­manna­laug­um. Ég þáði það enda hafði ég séð mynd­ir af staðnum og hugsaði með mér: „Guð minn góður, fæ ég að búa þarna?““ Störf­um henn­ar fyr­ir Tate-safnið í London var ein­mitt lokið og því hentaði þetta vel.

Síðan kynnt­ist Thom­as ís­lensk­um manni og þau ákváðu að láta reyna á sam­band. „Við fund­um hús ná­lægt fjöl­skyld­unni hans. Þannig endaði ég í Hnífs­dal og ég myndi segja að reynsl­an af því að búa þar hafi gert mig að rit­höf­undi.“

Að þykj­ast vera ósýni­leg

Thom­as lagði þó ekki upp með að skrifa bók um dvöl­ina. „Planið var að búa til heim­ild­ar­mynd, eitt­hvað um seiglu, því ég tók eft­ir því að Vest­f­irðing­ar eru ótrú­lega seigt fólk.“

En þrátt fyr­ir að hafa tekið upp mikið mynd­efni mistókst Thom­as, að eig­in sögn, að búa til kvik­mynd.

„Ég var þjálfuð í að taka upp kvik­mynd­ir þannig að kvik­mynda­gerðarmaður­inn ger­ir sjálf­an sig ósýni­leg­an, er eins og fluga á vegg. En þegar ég var út­lend­ing­ur að reyna að aðlag­ast menn­ing­unni var eitt­hvað skrýtið við að þykj­ast vera ósýni­leg.“

Svo það sem hún hafði lært gagnaðist lítið og henni fannst hún sitja uppi með sund­ur­laust mynd­efni.

„Það að skrifa bók­ina var viss leið til þess að taka upp kvik­mynd­ina upp á nýtt. Í texta get­ur maður staðsett mynda­vél­ina upp á nýtt eða farið aft­ur á bak í tíma og rifjað upp. Svo mér líður eins og ég hafi gert kvik­mynd með orðum.“

Það að hún hafi verið að reyna að gera kvik­mynd seg­ir hún að hafi gert það að verk­um að minn­ing­arn­ar greipt­ust sér­stak­lega skýrt í huga henn­ar. Hún man vel eft­ir sam­töl­um, ljós­inu og um­hverf­inu af því að hún hugsaði með sér: „Ég vildi að ég væri að taka þetta upp.“ Þannig reynd­ist auðvelt að fanga smá­atriðin í texta.

„Ég gifti mig, skildi og flutti burt og að því loknu fannst mér ég hafa risa­stóra sögu að segja sem varð að fá ein­hvern far­veg. Ég byrjaði bara að skrifa sem ein­hvers kon­ar æf­ingu en svo las fólk það sem ég hafði skrifað og sagði að ég yrði að gera eitt­hvað við þetta,“ seg­ir Thom­as.

Það eina sem vert er að skrifa um

Þrátt fyr­ir að lofts­lags­vá­in sem við stönd­um frammi fyr­ir sé ekki bein­lín­is til um­fjöll­un­ar í The Raven's Nest er greini­legt að það er þema sem ligg­ur und­ir niðri.

Spurð hvort lofts­lags­mál­in séu henni mik­il­væg seg­ir Thom­as: „Orðið „mik­il­vægt“ nær ekki einu sinni utan um það. Við lif­um öll í þess­um aðstæðum og hverj­um þeim sem þykir þetta ekki mik­il­vægt er bara ekki að fylgj­ast með. Ég er ekki að segja að það sé gagn­legt að vera í stöðugu kvíðaástandi en þetta er ver­öld­in sem við búum í og ég stend í þeirri trú að þetta sé í raun­inni það eina sem vert er að skrifa um. En þú munt ekki finna orðið lofts­lags­breyt­ing­ar í bók­inni eða neitt þess hátt­ar,“ seg­ir hún en tek­ur dæmi um hvernig þau koma þó fram í verk­inu.

„Eitt sinn þá hringdi ég frá Kenya, þar sem for­eldr­ar mín­ir búa, heim til manns­ins míns til þess að heyra í hon­um hljóðið og þá hafði ís­birni skolað á land á Horn­strönd­um og hann verið skot­inn. Ég fer í gegn­um það sím­tal og þannig bendi ég óbeint á það sem er að ger­ast.“

„Bara prófa“

Talið berst að upp­lif­un Thom­as af því að búa á Vest­fjörðum.

„Eitt af því sem hvatti mig til þess að láta verða af því að flytja til Íslands var að ég var viss um að þetta væri staður sem myndi neyða mig til þess að hugsa öðru­vísi og það ger­ir hann enn þann dag í dag. Ég er enn að reyna að átta mig á mörgu af því sem ég lærði þegar ég bjó þar. Það var mjög erfitt en ég held það hafi líka verið mjög mik­il­vægt fyr­ir mig að þurfa að hugsa hlut­ina upp á nýtt. Við kom­umst á ákveðinn ald­ur og gleym­um því hvað við erum mótuð af því sam­fé­lagi sem við höf­um al­ist upp í. Það er gott að því sé stund­um koll­varpað, sér­stak­lega á tím­um erfiðleika þar sem maður þarf nýj­ar hug­mynd­ir.“

Hvað var það í fari Vest­f­irðinga sem var ólíkt því sem þú átt­ir að venj­ast?

„Þetta viðhorf þeirra og kannski Íslend­inga allra að „bara prófa“. Þetta var eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja á ís­lensku: „Bara prófa.“ Ég hafði al­ist upp við að til þess að fá leyfi til þess að gera eitt­hvað þá þyrfti maður ein­hvers kon­ar mennt­un, reynslu eða annað sem gerði mann hæf­an. En þegar ég fór í fyrsta sinn í leit­ir þá hélt ég að ég myndi bara standa til hliðar og horfa á og kvik­mynda. En mér varð það fljótt ljóst að þar sem ég væri með auka sett af hönd­um þá yrði ég að hjálpa til.“

Tungu­mál fjall­anna

Annað sem hafði djúp­stæð áhrif á Thom­as var að læra ís­lensku. „Ég tala tungu­málið ekki reiprenn­andi en ég varð að læra það til þess að aðlag­ast sam­fé­lag­inu og fjöl­skyld­unni sem ég var við það að gift­ast inn í. Fyrr­ver­andi tengdafaðir minn sagði mér að hann talaði ekki ensku. Það kom síðar í ljós að hann talaði al­veg ensku en það tók mig tvö ár að kom­ast að því.“

Thom­as heillaðist af því hve ljóðræn ís­lenska tung­an er. „Upp­á­halds orðið mitt er til dæm­is „berg­mál“, tungu­mál fjall­anna, og með þessu eina orði hætta fjöll­in að vera þess­ir stóru grjót­hnull­ung­ar held­ur lifna við. Ég er ekki viss um að Íslend­ing­ar hugsi um þetta í hvert sinn sem þeir heyra orðið „berg­mál“.“

Thom­as er á ferðalagi um landið þessa dag­ana og mun lesa upp úr bók sinni í gömlu bóka­búðinni á Flat­eyri á morg­un kl. 16 og í Safni Jóns Sig­urðsson­ar á Hrafns­eyri á sunnu­dag kl. 19:30.

The Raven's Nest er fá­an­leg hjá Penn­an­um Ey­munds­syni.

Lengri út­gáfu þessa viðtals má finna í Morg­un­blaðinu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell