Ósk Heard um ný réttarhöld synjað

Amber Heard fékk ekki ósk sína uppfyllta.
Amber Heard fékk ekki ósk sína uppfyllta. AFP

Leik­kon­an Am­ber Heard fékk ósk sína um að rétt­ar­höld­in í máli leik­ar­ans Johnny Depp gegn henni verði gerð ómerk ekki upp­fyllta. Lög­menn Heard höfðu óskað eft­ir því eft­ir að í ljós kom að einn í kviðdómn­um var ekki sá sem hann sagðist vera. 

Sex vik­ur eru liðnar síðan dóm­ur féll í meiðyrðamáli Depp gegn Heard, en þar var Heard dæmd til að greiða hon­um 10 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í skaðabæt­ur. Vann hún einn ákæru­liðinn og var hann dæmd­ur til að greiða henni 2 millj­ón­ir banda­ríkja­dala. 

Í síðustu viku óskaði lögmaður Heard eft­ir því að rétt­ar­höld­in yrðu dæmd ómerk vegna þess að son­ur mætti í stað föðurs í kviðdóm­inn. Um var að ræða feðga sem bera sama nafn og eru skráðir til heim­il­is á sama stað. Faðir­inn átti að sitja í kviðdómn­um en son­ur­inn mætti og sat öll rétt­ar­höld­in og dæmdi. 

Dóm­ar­inn Penn­ey Azcara­te sagði að þrátt fyr­ir það væru eng­ar sann­an­ir um það að rétt­ar­höld­in hafi ekki farið fram með lög­leg­um hætti. Sá sem hafi mætt í kviðdóm­inn hafi upp­fyllt öll skil­yrði og verið samþykkt­ur af lög­mönn­um sækj­enda og verj­enda. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Félagar sem eru ósammála geta samt framkvæmt frábæra hluti. Hvort sem þú vilt hreyfa þig meira eða bæta matarræðið áttu eftir að vera sáttur við að gera svo.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Félagar sem eru ósammála geta samt framkvæmt frábæra hluti. Hvort sem þú vilt hreyfa þig meira eða bæta matarræðið áttu eftir að vera sáttur við að gera svo.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell