Skýrslan lætur Meghan líta illa út

Meghan er sögð erfið í samskiptum.
Meghan er sögð erfið í samskiptum. AFP

Kon­ung­leg­ir álits­gjaf­ar telja lík­legt að drottn­ing­in vilji ekki birta niður­stöður rann­sókn­ar á meðferð hirðar­inn­ar á Meg­h­an og Harry vegna þess hversu illa Meg­h­an kem­ur út úr rann­sókn­inni.

Drottn­ing­in skipaði að út­tekt færi fram á veg­um óháðra aðila eft­ir að Harry og Meg­h­an komu fram í marg­nefnd­um Opruh Win­frey þætti og sakaði hirðina um einelti og for­dóma. Nú hef­ur hins veg­ar verið til­kynnt að niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar munu aldrei koma fyr­ir sjón­ar al­menn­ings. 

Ja­son Knauf var fjöl­miðlafull­trúi hjón­anna og er sagður hafa lagt fram kvört­un til mannauðsdeild­ar­inn­ar um hegðun Meg­h­an í garð starfs­mann­anna. Duncan Larcom­be tel­ur það ólík­legt að starfs­menn inn­an hall­ar­inn­ar stefni frama sín­um í hættu með því að ljúga um Harry og Meg­h­an. Og því sé lík­legra að út­tekt­in hafi rennt stoðum und­ir þær ásak­an­ir að Meg­h­an hafi komið illa fram við starfs­fólkið.

Með því að birta ekki skýrsl­una vill drottn­ing­in koma í veg fyr­ir frek­ari átök inn­an fjöl­skyld­unn­ar og er með þessu móti að leita sátta við Harry prins. Þá sé hún einnig hrædd um að verði niður­stöðurn­ar birt­ar þá hlaupi Harry og Meg­h­an aft­ur til Opruh Win­frey og end­ur­taki leik­inn.

Konungshöllin er dauðhrædd um að Harry og Meghan fari aftur …
Kon­ungs­höll­in er dauðhrædd um að Harry og Meg­h­an fari aft­ur í viðtal til Opruh Win­frey. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell