Stiller og Affleck á landinu

Ben Affleck og Ben Stiller eru sagðir vera á landinu.
Ben Affleck og Ben Stiller eru sagðir vera á landinu. Samsett mynd

Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson greinir frá því á vefsíðu sinni að nafnarnir Ben Stiller og Ben Affleck, báðir stórleikarar í Hollywood, séu hér á Íslandi. Segir Eiríkur að Affleck hafi sést á Skólavörðustíg í Reykjavík með síma upp að eyranu og í grennd hafi verið bíll frá framleiðslufyrirtækinu True North. 

Eiríkur greinir einnig frá því að Affleck hafi sést í Flatey á Breiðafirði ásamt íslenska leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni og hafi þeir kollegar setið að snæðingi á hóteli. 

Affleck og Stiller eru báðir miklir Íslandsvinir og komið hingað til lands í tökur. Stiller og Ólafur Darri léku saman í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem var að stórum hluta tekin upp hér. Affleck var svo hér við tökur á kvikmyndinni Justice League árið 2016.

Ekki er ljóst hvort unnusta Afflecks, leik- og söngkonan Jennifer Lopez hafi fylgt honum til landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan