Stiller og Affleck á landinu

Ben Affleck og Ben Stiller eru sagðir vera á landinu.
Ben Affleck og Ben Stiller eru sagðir vera á landinu. Samsett mynd

Blaðamaður­inn Ei­rík­ur Jóns­son grein­ir frá því á vefsíðu sinni að nafn­arn­ir Ben Stiller og Ben Aff­leck, báðir stór­leik­ar­ar í Hollywood, séu hér á Íslandi. Seg­ir Ei­rík­ur að Aff­leck hafi sést á Skóla­vörðustíg í Reykja­vík með síma upp að eyr­anu og í grennd hafi verið bíll frá fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu True North. 

Ei­rík­ur grein­ir einnig frá því að Aff­leck hafi sést í Flat­ey á Breiðafirði ásamt ís­lenska leik­ar­an­um Ólafi Darra Ólafs­syni og hafi þeir koll­eg­ar setið að snæðingi á hót­eli. 

Aff­leck og Stiller eru báðir mikl­ir Íslands­vin­ir og komið hingað til lands í tök­ur. Stiller og Ólaf­ur Darri léku sam­an í kvik­mynd­inni The Secret Life of Walter Mitty sem var að stór­um hluta tek­in upp hér. Aff­leck var svo hér við tök­ur á kvik­mynd­inni Justice League árið 2016.

Ekki er ljóst hvort unn­usta Aff­lecks, leik- og söng­kon­an Jenni­fer Lopez hafi fylgt hon­um til lands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka