Stjórnmálaráðgjafinn Huma Abedin setti hús sitt í austur Hampton í New York ríki í Bandaríkjunum á leigu í júní mánuði. Greint var frá því í vikunni að hún væri komin í samband með leikaranum og leikstjóranum Bradley Cooper, og því velta bandarískir miðlar fyrir sér hvort parið sé strax farið að búa saman.
The New York Post greinir frá.
Abedin keypti húsið í nóvember árið 2020 þegar hún stóð í skilnaði við stjórnmálamanninn Anthony Weiner.
Húsið er 278 fermetrar að stærð og í því eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Leigan er 4,8 milljónir á mánuði.
Cooper og Abedin eru sögð hafa verið að hittast undanfarna þrjá til fjóra mánuði. Er ritstjóri Vogue, Anna Wintour, sögð hafa kynnt þau fyrir hvort öðru á sínum tíma.
Óljós er hvar Abedin dvelur þegar húsið er í leigu, en hún á enn sinn hlut í húsinu sem hún og Weiner áttu saman. Keyptu þau hús í Flatiron húsinu í New York árið 2014.