Hætt komin eftir harða gagnrýni á netinu

Leikkonan Constance Wu.
Leikkonan Constance Wu. AFP

Leikkonan Constance Wu er snúin aftur á Twitter eftir tæplega þriggja ára pásu frá samfélagsmiðlinum. Hún útskýrði fjarveru sína í langri færslu þar sem hún greinir meðal annars frá því að hún hafi gert tilraun til að taka sitt eigið líf, eftir að hún varð fyrir árásum á Twitter. 

Wu segist hafa verið gríðarlega hrædd við að snúa aftur á samfélagsmiðilinn. „Ég týndi næstum því lífi mínu vegna þessa. Fyrir þremur árum skrifaði ég nokkur vanhugsuð tíst um endurnýjun á þáttunum mínum, það kveikti bál haturs og skömmunar sem varð nokkuð alvarlegt,“ skrifaði Wu sem hefur nú skrifað bók um atvikið, Making a Scene.

Tístin sem Wu setti í loftið sneru að því að önnur sería af þáttunum Fresh Off the Boat yrði gerð. „Er í svo miklu uppnámi núna að ég er bókstaflega grátandi. Ohh. Fjandinn,“ skrifaði Wu meðal annars við fréttirnar. Var hún harðlega gagnrýnd í kjölfarið og fékk meðal annars send skilaboð um að hún væri bandarískum leikurum af asískum uppruna til skammar. 

Seinna sagði hún að hún hefði látið ummælin falla á slæmum degi og að viðbrögðin kæmu upphaflega vegna þess að henni fannst starf sitt í þáttunum vera orðið of þægilegt og að hana langaði í nýjar áskoranir. 

„Mér leið ömurlega yfir því sem ég sagði og þegar ég fékk einkaskilaboð frá asískum leikkonum sem sögðu mér að ég væri samfélagi asískra bandaríkjamanna til skammar, þá leið mér eins og ég ætti ekki skilið að lifa lengur. [...]. Þegar ég lít til baka finnst mér það óraunverulegt að nokkur skilaboð sannfærðu mig um að taka mitt eigið líf, en það er það sem gerðist. Sem betur fer, þá fann vinur minn mig og fór með mig á bráðamóttökuna,“ skrifaði Wu á Twitter í gær. 

Leikkonan ákvað í kjölfarið að leggja ferilinn aðeins til hliðar og vinna í geðheilsu sinni. Hún tók að sér nokkur smærri hlutverk en nýlega lék hún ásamt Chris Pratt í þáttunum The Terminal List og fer með hlutverk í ævintýramyndinni Lyle Lyle Crocodile.

Hún skrifaði að eftir að hafa tekið sér hlé frá sviðsljósinu og unnið í sjálfri sér hafi hún fundið kjarkinn til að koma aftur á samfélagsmiðla.

Ef þú upplifir sjálfs­vígs­hugs­an­ir er hjálparsími Rauða krossins, 1717, opinn allan sólarhringinn. Einnig er netspjall Rauða krossins, 1717.is, opið allan sólarhringinn. Píeta-samtökin veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218. Á netspjalli á Heilsuvera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkrunarfræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu hringdu í 112.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar