Hætt komin eftir harða gagnrýni á netinu

Leikkonan Constance Wu.
Leikkonan Constance Wu. AFP

Leik­kon­an Const­ance Wu er snú­in aft­ur á Twitter eft­ir tæp­lega þriggja ára pásu frá sam­fé­lags­miðlin­um. Hún út­skýrði fjar­veru sína í langri færslu þar sem hún grein­ir meðal ann­ars frá því að hún hafi gert til­raun til að taka sitt eigið líf, eft­ir að hún varð fyr­ir árás­um á Twitter. 

Wu seg­ist hafa verið gríðarlega hrædd við að snúa aft­ur á sam­fé­lags­miðil­inn. „Ég týndi næst­um því lífi mínu vegna þessa. Fyr­ir þrem­ur árum skrifaði ég nokk­ur van­hugsuð tíst um end­ur­nýj­un á þátt­un­um mín­um, það kveikti bál hat­urs og skömm­un­ar sem varð nokkuð al­var­legt,“ skrifaði Wu sem hef­ur nú skrifað bók um at­vikið, Mak­ing a Scene.

Tíst­in sem Wu setti í loftið sneru að því að önn­ur sería af þátt­un­um Fresh Off the Boat yrði gerð. „Er í svo miklu upp­námi núna að ég er bók­staf­lega grát­andi. Ohh. Fjand­inn,“ skrifaði Wu meðal ann­ars við frétt­irn­ar. Var hún harðlega gagn­rýnd í kjöl­farið og fékk meðal ann­ars send skila­boð um að hún væri banda­rísk­um leik­ur­um af asísk­um upp­runa til skamm­ar. 

Seinna sagði hún að hún hefði látið um­mæl­in falla á slæm­um degi og að viðbrögðin kæmu upp­haf­lega vegna þess að henni fannst starf sitt í þátt­un­um vera orðið of þægi­legt og að hana langaði í nýj­ar áskor­an­ir. 

„Mér leið öm­ur­lega yfir því sem ég sagði og þegar ég fékk einka­skila­boð frá asísk­um leik­kon­um sem sögðu mér að ég væri sam­fé­lagi asískra banda­ríkja­manna til skamm­ar, þá leið mér eins og ég ætti ekki skilið að lifa leng­ur. [...]. Þegar ég lít til baka finnst mér það óraun­veru­legt að nokk­ur skila­boð sann­færðu mig um að taka mitt eigið líf, en það er það sem gerðist. Sem bet­ur fer, þá fann vin­ur minn mig og fór með mig á bráðamót­tök­una,“ skrifaði Wu á Twitter í gær. 

Leik­kon­an ákvað í kjöl­farið að leggja fer­il­inn aðeins til hliðar og vinna í geðheilsu sinni. Hún tók að sér nokk­ur smærri hlut­verk en ný­lega lék hún ásamt Chris Pratt í þátt­un­um The Term­inal List og fer með hlut­verk í æv­in­týra­mynd­inni Lyle Lyle Crocodile.

Hún skrifaði að eft­ir að hafa tekið sér hlé frá sviðsljós­inu og unnið í sjálfri sér hafi hún fundið kjarkinn til að koma aft­ur á sam­fé­lags­miðla.

Ef þú upp­lif­ir sjálfs­vígs­hugs­an­ir er hjálp­arsími Rauða kross­ins, 1717, op­inn all­an sól­ar­hring­inn. Einnig er net­spjall Rauða kross­ins, 1717.is, opið all­an sól­ar­hring­inn. Píeta-sam­tök­in veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218. Á net­spjalli á Heilsu­vera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkr­un­ar­fræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu hringdu í 112.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er alltaf auðveldara að sjá hvað fór úrskeiðis eftir að allt er um garð gengið. Gerðu við þar sem þarf eða endurnýjaðu hluti sem eru að verða ónýtir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er alltaf auðveldara að sjá hvað fór úrskeiðis eftir að allt er um garð gengið. Gerðu við þar sem þarf eða endurnýjaðu hluti sem eru að verða ónýtir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka