Grínistinn Pete Davidson hefur hug á því að kvænast kærustu sinni, raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian. Davidson og Kardahsian hafa verið í samband síðan í október á síðasta ári og hefur alvara færst í sambandið.
Davidson ræddi sambandið í spjallþættinum Kevin Hart, Hart to Heart, sem kom út í vikunni.
Spurður hvort hann langi til að kvænast í framtíðinni sagði Davidson: „100 prósent. Ég vona að þetta samband sé á leiðinni þangað, skilurðu mig?“
Í þættinum sagði Davidson einnig frá því að það væri draumur hans að verða faðir í framtíðinni.