Sagður halda Hammer uppi

Robert Downey Jr. er sagður hafa stutt fjárhagslega við leikarann …
Robert Downey Jr. er sagður hafa stutt fjárhagslega við leikarann Armie Hammer undanfarið árið. Samsett mynd

Leikarinn Robert Downey Jr. er sagður hafa stutt leikarann Armie Hammer fjárhagslega undanfarið árið. Greint var frá því síðustu helgi að Hammer byggi á Cayman-eyjum og ynni á hóteli við að ráðleggja ferðamönnum sem heimsækja eyjuna.

Hammer var á síðasta ári sakaður um kynferðisbrot gegn konu auk þess að hafa sent ofbeldisfull og klámfengin skilaboð. Neitaði hann öllum ásökunum en sagði sig frá öllum hlutverkum sem hann hafði þegar fengið. Seinna fór hann í áfengis- og fíkniefnameðferð.

Downey Jr. er sagður hafa fjármagnað meðferðina sem hann fór í. Fór hann í sex mánaða meðferð í The Guest House í Flórída.

Samkvæmt heimildamönnum Page Six skaut Downey Jr. einnig skjólshúsi yfir fyrrverandi eiginkonu hans Elizabeth Chambers og börn þeirra um liðna helgi eftir að það fréttist að hann væri að vinna á Cayman-eyjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar