Sér ekki eftir sambandinu við Lopez

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez árið 2018.
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez árið 2018. AFP

Fyrr­um hafna­bol­takap­inn Alex Rodriqu­ez eða A-Rod seg­ist ekki sjá eft­ir sam­band­inu við Jenni­fer Lopez. Hann talaði um sína fyrr­ver­andi við Mörtu Stew­art í hlaðvarpsþætti henn­ar, The Martha Stew­art Show.

„Það sem ég get sagt ykk­ur um Jenni­fer er að hún er hæfi­leika­rík­asta mann­eskja sem ég hef verið í kring­um. Dugnaðarforkur og mér finnst hún vera besti listamaður í heim­in­um sem er á lífi í dag,“ sagði Rodriqu­ez um Lopez.

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez á Met gala-hátíðinni 2019
Jenni­fer Lopez og Alex Rodrigu­ez á Met gala-hátíðinni 2019 AFP/​Ang­ela Weiss

Þau byrjuðu fyrst að hitt­ast í fe­brú­ar 2017 og voru sam­an í rúm fjög­ur ár. Þau hættu sam­an nokkr­um mánuðum eft­ir að þau trú­lofuðu sig. 

„Við skemmt­um okk­ur mjög vel sam­an en það sem við gerðum virki­lega vel var að setja börn­in okk­ar alltaf í fyrsta sæti,“ sagði Rodrigu­ez.

Rodriqu­ez á tvær dæt­ur, Ellu og Natös­hu, með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni Cynt­hia Scurt­is. Lopez á tví­bur­ana Emme og Max­im­illi­an með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um Mark Ant­hony. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Kannski færð þú tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Kannski færð þú tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka