Flúði Los Angeles eftir Ben Affleck

Ana de Armas og Ben Affleck deildu sjóðheitum kossi í …
Ana de Armas og Ben Affleck deildu sjóðheitum kossi í tónlistarmyndbandi Residente árið 2020. Skjáskot/Youtube

Leikkonan Ana de Armas, fyrrverandi kærasta Bens Afflecks flúði Los Angeles þegar parið hætti saman, en henni þótti stanslausa fjölmiðlaathyglin svo hræðileg að hún flutti til New York. 

Armas og Affleck kynntust í nóvember 2019 við tökur á kvikmyndinni Deep Water. Í kjölfarið kviknaði neisti milli leikaranna, en þau hættu saman í ársbyrjun 2021 eftir tæplega árs samband. 

Armas opnaði sig nýlega í viðtali við Elle þar sem hún lýsti upplifun sinni af borg englanna, en hún var búsett þar í sjö ár. Leikkonan sagði borgina hafa valdið henni verulegum kvíða og að hún hafi stanslaust verið með það á tilfinningunni að hana vanti eitthvað.

„Þetta er ekki staðurinn fyrir mig að vera. Þetta varð aðeins of mikið. Það er engin undankomuleið. Það er engin leið út,“ sagði hún. 

Leikkonan hefur farið með hlutverk í stórmyndum á borð við …
Leikkonan hefur farið með hlutverk í stórmyndum á borð við James Bond myndina No Time to Die og Blade Runner. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar