Gekk í skóla með Coppola

James Caan ásamt syni sínum Scott sem fetaði í fótspor …
James Caan ásamt syni sínum Scott sem fetaði í fótspor föðurins í leiklistinni. AFP

Leikarinn James Caan lést í Los Angeles í Kaliforníu fyrr í mánuðinum 82 ára að aldri.

Caan var eftirminnilegur í hlutverki Sonny Corleone í Guðföðurnum. Er Caan helst minnst fyrir þá frammistöðu sem er skiljanlegt í ljósi þess að The Godfather er ein umtalaðasta mynd kvikmyndasögunnar. 

Caan fæddist í Bronx-hverfinu í New York hinn 26. mars árið 1940. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna frá Þýskalandi og voru af gyðingaættum. Þau fluttu innan borgarinnar til Queens og þar ólst Caan upp. Eflaust kemur þetta fáum á óvart því taktarnir og talandinn á hvíta tjaldinu voru iðulega mjög New York-legir ef þannig má að orði komast. 

Caan hélt þó til Michigan og lærði í Michigan State. Þar hugðist hann leika með skólaliðinu í amerískum fótbolta en komst ekki í leikmannahópinn. Hann kom aftur til New York og gekk í Hofstra-háskólann. Reyndist það gæfa fyrir Caan í ljósi þess að þar kynntist hann Francis Ford Coppola. 

Francis Ford Coppola og James Caan.
Francis Ford Coppola og James Caan. AFP/Senna

Að námi loknu hófst leikaraferillinn á fjölunum. Fljótlega var Caan kominn á Broadway en hans fyrsta hlutverk þar var í leikritinu Blood, Sweat and Stanley Poole. Á sjöunda áratugnum skapaði Caan sér smám saman stærra nafn í bransanum og fékk tækifæri í sjónvarpi og kvikmyndum. Árið 1966 fékk hann til dæmis tækifæri til að leika með John Wayne í myndinni El Dorado. 

Kynnin af Coppola komu sér vel snemma á ferlinum því Caan lék í The Rain People árið 1969 en Coppola skrifaði bæði handritið að myndinni og leikstýrði. 

Efasemdir um Al Pacino

Coppola var ánægður með sinn gamla skólabróður og þegar Coppola fór að undirbúa stórvirkið Guðföðurinn sá hann James Caan fyrir sér sem Sonny Corleone. Fljótlega fékk Coppola nokkra leikara til að koma saman til að lesa handritið. Hann vildi fá Marlon Brando í hlutverk föðurins, Caan sem Sonny og Al Pacino sem yngsta soninn Michael. Sú varð niðurstaðan eins og kvikmyndaunnendur vita. 

Caan sagði hins vegar frá því í viðtali að framleiðendur myndarinnar hafi viljað vera með puttana í leikaravalinu. Um tíma hafi þeim ekki litist nógu vel á Al Pacino af einhverjum ástæðum og í undirbúningsferlinu hafi Caan verið farinn að lesa fyrir hlutverk Michaels Corleone. Hvernig hefði kvikmyndasagan þróast ef það hefði orðið ofan á?

Greinina í heild sinni er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar