Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona Donalds Trumps, lést vegna áverka sem hún hlaut af falli niður stiga.
ABC greinir frá því að Ivana hafi fundist meðvitundarlaus neðst í stiga á heimili sínu í New York-borg á fimmtudag.
Dánarorsök hennar eru áverkar sem hún hlaut af fallinu en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
„Móðir okkar var mögnuð kona – hafði mikil áhrif á viðskiptalífið, var heimsklassa íþróttakona, hafði geislandi fegurð og var umhyggjusöm móðir og vinur,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldu Ivönu en hún átti þrjú börn með Donald Trump.