Ben Affleck og Jennifer Lopez gift eftir aðra tilraun

Ben Affleck og Jennifer Lopez eru gift í annað sinn.
Ben Affleck og Jennifer Lopez eru gift í annað sinn. AFP

Ben Affleck og Jennifer Lopez eru gift samkvæmt heimildum TMZ, sem hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á að þau hafi gengið að eiga hvort annað í Clark-sýslu í Nevada.

Athöfnin á að hafa verið haldin í gær.

Heimildarmaður TMZ sem er tengdur hjónunum staðfestir í samtali við miðilinn að brúðkaupið hafi átt sér stað í eyðimörk í Nevada.

Affleck og Lopez trúlofuðust fyrst árið 2002 en slitu trúlofuninni árið 2004.

Fyrr í sumar var svo greint frá því að Lopez hefði sést með trúlofunarhring á fingri, eftir að þau höfðu tekið aftur saman.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar