Rapparinn Kodak Black var handtekinn á föstudaginn í Flórída-ríki í Bandaríkjunum vegna gruns um að rapparinn væri að flytja inn oxýkódón.
Fréttastofa ABC greinir frá þessu á vefsíðu sinni.
Lögreglan fann lykt af marijúana í bíl Kodak eftir að þeir höfðu stöðvað bílinn í umferðinni. Þeir stöðvuðu jeppann sem er fjólublár á litinn vegna þess að rúðurnar voru of dökkar miðað við lög í Flórída.
Við leit í bílnum fann lögreglan lítinn poka með 31 oxýkódón töflum og 75 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé.
Þetta er í annað skipti sem rapparinn er handtekinn á þessu ári. Hann var handtekinn fyrr á árinu þegar hann var sakaður um að fara inn á lóð í leyfisleysi.
Kodak Black er einn vinsælasti tónlistarmaður í heiminum í dag og er með yfir 22 milljón hlustendur á mánuði á streymisveitu Spotify. Hann er nú vistaður í gæsluvarðhaldi á lögreglustöð í borginni Fort Lauderdale í Flórída-ríki.