Birtir myndir úr brúðkaupinu

Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck
Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck Ljósmynd/OntheJLo

Söng­kon­an Jenni­fer Lopez hef­ur staðfest að hún og leik­ar­inn Ben Aff­leck séu hjón. Þetta staðfesti hún í frétta­bréfi á síðu sinni OnT­heJLo. Þau giftu sig í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um og voru börn þeirra á meðal gesta.

„Okk­ur tókst það. Ástin er fal­leg. Ástin er góð. Kem­ur í ljós að ást­in er líka þol­in­móð, tutt­ugu ár af þol­in­mæði. Við gáf­um hvort öðru hringi sem við mun­um bera að ei­lífu,“ seg­ir leik­kon­an en þau Aff­leck flugu til Las Vegas til að gifta sig.

Kjólinn sem Jennifer Lopes klæddist er úr gamalli mynd
Kjól­inn sem Jenni­fer Lopes klædd­ist er úr gam­alli mynd Ljós­mynd/​Ont­heJLonewsletter

Stjörnup­arið stóð í röð og biðu eft­ir því að fá leyf­is­bréf til að gifta sig, rétt eins og aðrir sem voru þangað komn­ir. Kap­ell­an sem þau giftu sig í var opin aðeins leng­ur af því þau voru smá sein.

Parið kynnt­ist við tök­ur á mynd­inni Gigli árið 2001, þau byrjuðu að stinga sam­an nefj­um árið 2002. Aff­leck bað Lopez um að gift­ast sér en það varð ekki úr því á þeim tíma og þau slitu sam­bandi sínu árið 2004. Þau gift­ust bæði öðru fólki og eignuðust börn. Þau byrjuðu svo aft­ur sam­an árið 2021.  

„Það er rétt sem þau segja, eina sem þú þarft er ást. Við erum svo þakk­lát fyr­ir nýju ynd­is­legu fjöl­skyld­una okk­ar og öll fimm börn­in okk­ar. Við höf­um aldrei haft meiri ástæðu til þess að hlakka til framtíðar­inn­ar. Ástin er mögnuð og kannski er þess virði að bíða eft­ir bestu hlut­un­um í líf­inu. Með ást frú Jenni­fer Lynn Aff­leck,“ skrif­ar söng­kon­an og not­ar eft­ir nafn eig­in­manns­ins.

Hjónin hamingjusöm
Hjón­in ham­ingju­söm Ljós­mynda/​OnT­heJLoNewsletter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Í stað þess að einblína á tréin sérðu loks skóginn. Hugsaðu um alla sem þú hefur hitt vegna sambands við eina manneskju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Í stað þess að einblína á tréin sérðu loks skóginn. Hugsaðu um alla sem þú hefur hitt vegna sambands við eina manneskju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils