Birtir myndir úr brúðkaupinu

Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck
Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck Ljósmynd/OntheJLo

Söngkonan Jennifer Lopez hefur staðfest að hún og leikarinn Ben Affleck séu hjón. Þetta staðfesti hún í fréttabréfi á síðu sinni OnTheJLo. Þau giftu sig í Las Vegas í Bandaríkjunum og voru börn þeirra á meðal gesta.

„Okkur tókst það. Ástin er falleg. Ástin er góð. Kemur í ljós að ástin er líka þolinmóð, tuttugu ár af þolinmæði. Við gáfum hvort öðru hringi sem við munum bera að eilífu,“ segir leikkonan en þau Affleck flugu til Las Vegas til að gifta sig.

Kjólinn sem Jennifer Lopes klæddist er úr gamalli mynd
Kjólinn sem Jennifer Lopes klæddist er úr gamalli mynd Ljósmynd/OntheJLonewsletter

Stjörnuparið stóð í röð og biðu eftir því að fá leyfisbréf til að gifta sig, rétt eins og aðrir sem voru þangað komnir. Kapellan sem þau giftu sig í var opin aðeins lengur af því þau voru smá sein.

Parið kynntist við tökur á myndinni Gigli árið 2001, þau byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2002. Affleck bað Lopez um að giftast sér en það varð ekki úr því á þeim tíma og þau slitu sambandi sínu árið 2004. Þau giftust bæði öðru fólki og eignuðust börn. Þau byrjuðu svo aftur saman árið 2021.  

„Það er rétt sem þau segja, eina sem þú þarft er ást. Við erum svo þakklát fyrir nýju yndislegu fjölskylduna okkar og öll fimm börnin okkar. Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að hlakka til framtíðarinnar. Ástin er mögnuð og kannski er þess virði að bíða eftir bestu hlutunum í lífinu. Með ást frú Jennifer Lynn Affleck,“ skrifar söngkonan og notar eftir nafn eiginmannsins.

Hjónin hamingjusöm
Hjónin hamingjusöm Ljósmynda/OnTheJLoNewsletter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar