Leikarinn Chris Evans segist vera að einbeita sér að því að finna sér maka. Hann vill finna sér konu til að eyða ævinni með.
„Mig langar að finna mér maka, einhvern sem mig langar að lifa með. Ég elska vinnuna mína og næ að sinna henni af öllum krafti. Það getur samt verið erfitt að finna einhvern sem maður treystir og getur lagt sig allan í að kynnast, “ sagði Evans í viðtali við Shondaland sem var birt fyrir helgi.
Síðasta kærasta Evans er leikkonan Jenny Slate, þau kynntust við tökur á myndinni Gifted. Þau voru saman í tæpt ár. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann hafi nýlega verið að hitta tónlistarkonuna Selenu Gomez.