Tónlistarkonan Lizzo hefur loksins svipt hulunni af nýja kærastanum. Sá heppni er leikarinn og grínistinn Myke Wright.
Í apríl staðfesti tónlistarkonan að hún ætti kærasta, en hún vildi þó ekki gefa upp nafn hans.
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær parið byrjaði saman, en þau höfðu verið vinir lengi og meðal annars unnið saman. Sögusagnir um samband þeirra hófust árið 2016 þegar þau voru kynnar hjá MTV, en það var ekki fyrr en á þessu ári sem Lizzo sagðist eiga kærasta.