Fagnaðarfundir Bens Stiller og Ólafs Darra

Ólafur Darri Ólafsson og Ben Stiller hittust í Stykkishólmi á …
Ólafur Darri Ólafsson og Ben Stiller hittust í Stykkishólmi á dögunum til að fagna því að tíu ár eru liðin síðan kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty var tekin upp.

Leikararnir Ben Stiller og Ólafur Darri Ólafsson virtust verulega kátir að hitta hvorn annan í Stykkishólmi á dögunum. Stiller birti myndband af þeim félögum þegar þeir hittust. 

Greint var frá því í síðustu viku að Stiller hafi verið hér á landi og meðal annars sést í Flatey á Breiðafirði með Ólafi Darra. 

Stiller skrifaði um sína nýjustu Íslandsför á Twitter í dag, en þeir Ólafur Darri fögnuðu því að tíu ár er frá því að The Secret Life of Walter Mitty var tekin upp hér á landi. Stiller segir Stykkishólm vera einn af sínum uppáhaldsstöðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar