Fagnaði afmælinu með fyrrverandi

Chrishell Stause og Jason Opponheim virtust mjög ástfangin í þann …
Chrishell Stause og Jason Opponheim virtust mjög ástfangin í þann stutta tíma sem þau voru saman. Skjáskot/Instagram

Fasteignasalinn og raunveruleikastjarnan Chrishell Stause fagnaði 41 árs afmæli sínu með stæl á dögunum, en það var fyrrverandi kærasti Stause, Jason Oppenheim sem kom afmælisbarninu á óvart með afmælisveislu.

Oppenheim og Stause eru þekkt fyrir hlutverk sín í raunveruleikaþáttunum Selling Sunset sem hafa slegið í gegn á streymisveitunni Netflix. Það kom mörgum á óvart þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt í lok sumars 2021, en í árslok voru þau þó hætt saman eftir nokkurra mánaða samband. 

Þrátt fyrir sambandsslitin eru þau í miklum samskiptum þar sem Stause vinnur fyrir Oppenheim. Það getur þó verið krefjandi þar sem þau voru enn ástfangin, en sambandsslitin komu til vegna þess að þau höfðu ekki sömu framtíðaráform og voru barneignir stór þáttur þar. Þau segjast þó vera góðir vinir í dag og halda áfram að bera mikla virðingu og umhyggju í garð hvor annars. 

Vinirnir í góðum gír í afmælispartíi Chrishell Stause.
Vinirnir í góðum gír í afmælispartíi Chrishell Stause. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar