Leikkonan Anya Taylor-Joy gekk í hjónaband með rokkaranum Malcolm McRae í leynilegu brúðkaupi á dögunum. Athöfnin var lágstemmd og fór fram í dómshúsi í Bandaríkjunum.
Parið opinberaði samband sitt á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok mars en eru sögð hafa verið í sambandi í rúmlega ár. Sögusagnir um trúlofun þeirra fóru af stað í síðasta mánuði þegar Taylor-Joy sást með demantshring á baugfingri sínum.
Heimildir Page Six herma að hjónin séu með stærri athöfn á prjónunum um leið og leikkonan ljúki tökum á Mad Max: Fury Road kvikmyndinni í Ástralíu.