Miðasala á söngleikinn Funny Girl á Broadway hefur tekið mikinn kipp síðan tilkynnt var um að Glee-stjarnan Lea Michele myndi fara með hlutverk Fanny Brice í söngleiknum. Erfitt er nú að fá miða á söngleikinn.
Áður átti leikkonan Beanie Feldstein að fara með hlutverk Brice í söngleiknum en hún sagði starfi sínu lausu fyrir ekki svo löngu síðan.
Miðar á frumsýningu söngleiksins með Michele í aðalhlutverki kosta nú allt frá 61 þúsund krónum upp í 320 þúsund krónur, en hún stígur á sviðið 6. september næstkomandi. Almennir miðar á sýninguna núna, með leikkonuni Julie Benko sem tók við tímabundið af Feldstein kosta um níu þúsund til samanburðar.
Michele er þekktust fyrir leik sinn í þáttaröðunum Glee í þeim þáttum fór hún með hlutverk Rachel Berry sem elskar að syngja og þráir að leika á Broadway einn daginn. Í þáttunum minnist hún á Funny Girl og syngur nokkur lög úr söngleiknum. Það mætti því segja að hún sé að fara lifa draum Berry.