Reis upp úr mannhafinu og flutti lög á Seyðisfirði

Birnir reis upp úr mannhafinu og flutti nokkur lög.
Birnir reis upp úr mannhafinu og flutti nokkur lög. mbl.is/Ari Páll Karlsson

Það var vægast sagt mikið fjör á Seyðisfirði um helgina en þar fóru fram hinir árlegu lokatónleikar LungA eftir vikulanga listasmiðju í bænum og uppskeruhátíð.

Söngkonan Gugusar var fyrst á svið á föstudeginum og hélt uppi stemningunni með skemmtilegum danssporum. Við tók hljómsveitin Cyber og loks lokaði rapparinn Birnir kvöldinu.

Heljarinnar mannhaf myndaðist um sviðið þegar leið á kvöldið. Tókst rapparanum að rísa upp úr hafinu og upp á stein þar sem hann flutti nokkur lög áður en aftur var haldið á sviðið. Með honum var Brynjar Barkarson – Lil' Binni.

Mikið fjör var á Seyðisfirði um helgina.
Mikið fjör var á Seyðisfirði um helgina. mbl.is/Ari Páll Karlsson

Á laugardeginum hóf hljómsveitin Skrattar fjörið og fylgdi sveitin russian.girls þeim á eftir. Við tók Bríet ásamt bandi. Svala lokaði síðan kvöldinu með Haffa Haff. Hlutu þau hvert uppklappið á fætur öðru og enduðu með að taka sitt fræga lag úr Söngvakeppninni 2008: The Wiggle Wiggle Song.

Í ár stóðu tónleikarnir yfir í tvo daga og voru þeir haldnir utandyra að nýju. Í fyrrasumar voru tónleikarnir með minna sniði en ella, sökum faraldursins. Auk lokatónleikanna teygði dagskrá hátíðarinnar sig lengra inn í vikuna og mátti til að mynda sjá tónlistaratriði á borð við JFRD, Snorra Ástráðs og B1B2 fyrir helgi.

Eins og sjá má á myndunum var gleðin við völd.

Gugusar steig fyrst á svið.
Gugusar steig fyrst á svið. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Mikið var dansað með söngkonunni Gugusar.
Mikið var dansað með söngkonunni Gugusar. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Rapparinn Birnir.
Rapparinn Birnir. Ari Páll Karlsson
mbl.is/Ari Páll Karlsson
Bríet mundaði gítarinn.
Bríet mundaði gítarinn. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Magnús Jóhann Ragnarsson lék á hin ýmsu hljómborð og hljóðgerfla …
Magnús Jóhann Ragnarsson lék á hin ýmsu hljómborð og hljóðgerfla með Bríeti. Á trommur lék Bergur Einar. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Helga Bryndís Einarsdóttir.
Helga Bryndís Einarsdóttir. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Ágúst Beinteinn Árnason ásamt föruneyti.
Ágúst Beinteinn Árnason ásamt föruneyti. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Svala lokaði kvöldinu og tryllti líðinn með Haffa Haff.
Svala lokaði kvöldinu og tryllti líðinn með Haffa Haff. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Elísabet Thea og Kolbrún „Kobbú“ Másdóttir
Elísabet Thea og Kolbrún „Kobbú“ Másdóttir mbl.is/Ari Páll Karlsson
Ísabella Rós Þorsteinsdóttir og Kolbrún Hulda Geirsdóttir skemmtu sér vel.
Ísabella Rós Þorsteinsdóttir og Kolbrún Hulda Geirsdóttir skemmtu sér vel. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Selma Baldursdóttir.
Selma Baldursdóttir. Ari Páll Karlsson
Þorgeir K. Blöndal.
Þorgeir K. Blöndal. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Brjánn Hróbjartsson og Pétur Már Sigurðsson voru spenntir fyrir hátíðinni.
Brjánn Hróbjartsson og Pétur Már Sigurðsson voru spenntir fyrir hátíðinni. Ari Páll Karlsson
Brynjar Barkarson – Lil' Binni.
Brynjar Barkarson – Lil' Binni. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Ágúst Örn var í góðum gír.
Ágúst Örn var í góðum gír. mbl.is/Kristófer Liljar
Dru frá Birmingham mætti til Íslands yfir helgina.
Dru frá Birmingham mætti til Íslands yfir helgina. mbl.is/Kristófer Liljar
Kristófer Liljar mætti með hatt.
Kristófer Liljar mætti með hatt. mbl.is/Ari Páll Karlsson
mbl.is/Kristófer Liljar
Jón Ísak Ragnarsson úr hljómsveitinni Múr.
Jón Ísak Ragnarsson úr hljómsveitinni Múr. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Magnús Jóhann Ragnarsson.
Magnús Jóhann Ragnarsson. mbl.is/Ari Páll Karlsson
mbl.is/Ari Páll Karlsson
Sungið með Bríeti.
Sungið með Bríeti. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Anna Ólöf Jansdóttir datt.
Anna Ólöf Jansdóttir datt. mbl.is/Ari Páll Karlsson
Ólafur Björn Sverrisson var hæstánægður þrátt fyrir smá þoku.
Ólafur Björn Sverrisson var hæstánægður þrátt fyrir smá þoku. mbl.is/Ari Páll Karlsson
mbl.is/Ari Páll Karlsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar