Barnastjarnan Alana Thompson, betur þekkt sem Honey Boo Boo, mun ganga undir hnífinn í ágúst. Hún er að fara í magaermisaðgerð til að léttast. Hún er sögð vera 125 kíló og að leitast eftir því að missa 68 kíló eftir aðgerðina.
Samkvæmt heildarmönnum hefur hún áhyggjur af því að þyngd hennar sé genatengd og því eigi hún enga aðra möguleika í stöðunni en að fara í aðgerð, til að ná markmiðum sínu. Hún mun gangast undir aðgerðina ásamt kærasta sínum sem er einnig með markmið um að grennast.
Thompson varð fræg þegar hún var ung að aldri og móðir hennar, June Shannon, sendi hana í hverja fegurðarsamkeppnina á eftir annarri. Í kjölfarið hefur fjölskyldan verið í nokkrum raunveruleikaþáttum.