Ein milljón sagði upp Netflix-áskriftinni

Stjórnendur Netflix telja að fjórða sería Stranger Things hafi komið …
Stjórnendur Netflix telja að fjórða sería Stranger Things hafi komið í veg fyrir að allt fór á versta veg á öðrum ársfjórðungi ársins. AFP

Netflix greindi frá því í gær að alls hefði streymisveitan tapað einni milljón áskrifenda á öðrum ársfjórðungi ársins. Stjórnendur Netflix hrósa þó happi því spár þeirra gerðu ráð fyrir að streymisveitan myndi tapa tvöfalt fleiri áskrifendum á tímabilinu. BBC greinir frá.

Spurður hvað hafi komið í veg fyrir að enn fleiri áskrifendur hefðu ekki tapast á tímabilinu sagði Reed Hastings, einn framkvæmdastjóra streymisveitunnar, að ef það væri hægt að nefna eitthvað eitt væri það sennilega fjórða sería þáttaraðarinnar Stranger Things. 

Fjórða serían kom inn í lok maí og hefur notið mikilla vinsælda. Þá sló hún áhorfsmet á sinni fyrstu viku. 

Í apríl á þessu ári greindi Netflix frá því að í fyrsta skipti hafi streymisveitan tapað áskrifendum. Í kjölfarið var fjölda starfsmanna sagt upp og hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu umtalsvert.

Netflix tapaði flestum áskrifendum í Bandaríkjunum og Kanada á ársfjórðungnum, næstflestum í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan