Vissi að Meghan væri sálufélagi sinn

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja í New York í gær.
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja í New York í gær. AFP

Harry Bretaprins minntist á eiginkonu sína Meghan hertogaynju af Sussex þegar hann talaði á afhendingu friðarverðlauna Nelson Mandela á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á mánudag. Harry var á meðal ræðumanna þegar verðlaunin voru afhent. 

Í ræðu sinni ræddi Harry um hversu kær heimsálfan Afríka væri honum, alveg frá því að hann fór þangað fyrst árið 13, og hvernig álfan tengdi saman tvær mikilvægar konur í lífi hans – móður hans Díönu prinsessu og eiginkonu hans Meghan.

Harry ávarpaði þingið.
Harry ávarpaði þingið. AFP

„Afríka hefur verið líflína, eiginlega allt mitt líf, staður þar sem ég hef fundið frið og ró, aftur og aftur. Ég fann einstaka tengingu við mömmu á þessu stað og fór þangað eftir að hún dó, og þarna vissi ég líka að eignkona mín væri sálufélagi minn,“ sagði Harry. 

Harry og Meghan hafa farið nokkrum sinnum saman til Afríku. Snemma í sambandi sínu, sumarið 2016, fóru þau saman til Botswana en þá höfðu þau aðeins farið á tvö stefnumót, tvo daga í röð í Lundúnum. 

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar