Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var borin til grafar í gær. Var hún jarðsett í gylltri kistu en fyrrverandi eiginmaður hennar var viðstaddur útförina á samt núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump, og börnum þeirra Ivönu. New York Times greinir frá.
Útförin fór fram síðdegis í New York í gær í kaþólskri kirkju á Upper East Side á Manhattan, St. Vincent Ferrer.
Saman áttu Donald og Ivana þau Ivönku, Eric og Donald yngri. The Trump Organization sá um skipulagningu á jarðarförinni en leyniþjónusta Bandaríkjanna sá um öryggisgæslu.
Ivana Trump lést 73 ára að aldri hinn 14. júlí síðastliðinn. Lést hún vegna áverka sem hún hlaut af falli niður stiga.