Borin til grafar í gylltri kistu

Ivana Trump var borin til grafar í gylltri kistu.
Ivana Trump var borin til grafar í gylltri kistu. AFP

Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var borin til grafar í gær. Var hún jarðsett í gylltri kistu en fyrrverandi eiginmaður hennar var viðstaddur útförina á samt núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump, og börnum þeirra Ivönu. New York Times greinir frá.

Útförin fór fram síðdegis í New York í gær í kaþólskri kirkju á Upper East Side á Manhattan, St. Vincent Ferrer. 

Saman áttu Donald og Ivana þau Ivönku, Eric og Donald yngri. The Trump Organization sá um skipulagningu á jarðarförinni en leyniþjónusta Bandaríkjanna sá um öryggisgæslu.

Ivana Trump lést 73 ára að aldri hinn 14. júlí síðastliðinn. Lést hún vegna áverka sem hún hlaut af falli niður stiga.

Donald Trump, Melania Trump og sonur þeirra Barron Trump auk …
Donald Trump, Melania Trump og sonur þeirra Barron Trump auk Ivönku Trump, Eric Trump og Donald Trump yngri og börn þeirra. AFP
Donald Trump á leið út úr kirkjunni.
Donald Trump á leið út úr kirkjunni. AFP
Donald og Melania Trump.
Donald og Melania Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar