Söngkonan Shania Twain leysir frá skjóðunni um líf sitt í nýrri Netflix heimildarmynd, Not Just a Girl. Talar hún um hversu mikið það hafi tekið á að skilja við barnsföður sinn. Hún líkir því við sorgina að missa foreldra sína.
Twain komst að því að þáverandi eiginmaður hennar, Rober Lange, væri að halda framhjá henni með aðstoðarkonu hennar og góðri vinkonu, Marie-Anne Thiébaud. Þau voru búin að vera gift í 17 ár og eiga saman einn son.
Svikin sem Twain varð fyrir reyndust þó vera blessun. Twain og Fred Thiébaud, maður Marie-Anne, leituðu til hvors annars til að fá stuðning eftir framhjáhaldið og samband þeirra þróaðist úr vináttu í eitthvað meira. Þau byrjuðu saman 2011 og hafa verið saman síðan.