Seldi áritað eintak á yfir 600.000 krónur

Bókin seldist fyrir alls 3.750 pund.
Bókin seldist fyrir alls 3.750 pund. Ljósmynd/Wikipedia.org

Kona í Skotlandi seldi á dögunum gamalt eintak af annarri bók seríunnar um galdrastrákinn Harry Potter, Harry Potter og leyniklefinn, á yfir sex hundruð þúsund krónur íslenskar. Bók hafði höfundurinn, J.K. Rowling, áritað á sínum tíma. 

Sally Champion, býr og starfar í Edinborg í Skotlandi núna, en á tíunda áratug síðustu aldar bjó hún í Lundúnum og vann fyrir góðgerðarstofnun. 

Á vegum góðgerðarstofnunarinnar skipulagði Champion viðburð þar sem meðal annars Rowling kom og las upp úr nýjustu bók sinni, sem var þá Harry Potter og leyniklefinn. Fékk Champion hana til að árita eintak sitt, sem hún hafði keypt á tæpar tvö þúsund krónur.

Champion gleymdi svo alveg að hún ætti þessa bók þangað til fyrr á þessu ári þegar hún sá fréttir af því að sambærileg bók hefði verið seld á svo háu verði.

Ágóðinn til góðgerðarmála 

Í viðtali við BBC segist hún hafa ákveðið að slá til og selja bókina. Safnari keypti bókina af henni á, sem fyrr segir, yfir sex hundruð þúsund krónur. Hún segist ætla láta ágóðann renna til róðrarliðs. 

Róðrarliðið ætlar að róa yfir Atlantshafið til þess að safna fé fyrir tvö góðgerðarsamtök sem beita sér fyrir andlegri heilsu barna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar