Fannst látin á heimili sínu

Skonka Dukureh er látin.
Skonka Dukureh er látin.

Leikkonan Shonka Dukureh, sem fór með hlutverk Big Mama Thornton í kvikmyndinni Elvis, er látin. Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum staðfestir þetta við fréttamiðilinn People. Hún var 44 ára að aldri.  

Dukureh fannst látin á baðherberginu á heimili sínu í Nashville en eitt barna hennar fann hana meðvitundarlausa þar, hljóp yfir til nágranna sem gerði lögreglu viðvart. Hún átti tvö ung börn. 

Samkvæmt lögreglu er ekki grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað, þó enn sé beðið niðurstöðu krufningar og því dánarorsök ekki staðfest.

Kvikmyndin Elvis kom út fyrr í sumar og hefur slegið í gegn. Í henni lék Dukureh á móti leikaranum Austin Butler, sem fór með hlutverk Elvis Presleys í myndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar