Sveinn Snær Kristjánsson hönnuður á auglýsingastofunni Pipar\TBWA var snöggur til eftir að frétt birtist um ummæli Helga Gunnarssonar, vararíkissaksóknara um að það sé ekki skortur á hommum á Íslandi. Hann hefur nú þegar hannað bol með áletruninni „Skortur á hommum á Íslandi“ og auglýst á Instagram.
„Viltu fá bol dagsins? Sérstaklega klæðilegur og hentar enn betur fyrir saksóknara,“ skrifar Sveinn í færslu við mynd af bolum.
Sveinn segist í fyrstu hafa orðið reiður þegar hann las ummælin en ákvað að sýna fáránleikann með kærleikann að vopni.
„Já, þegar maður sér svona fáránleg ummæli þá er ekki annað hægt en að gera eitthvað meira með þetta. Fyrstu viðbrög voru að verða reiður en svo sá ég tækifæri í að nálgast þetta með húmornum og sýna fáranleikann með kærleikann að vopni. Því það eru ansi margir sem myndu segja að það sér talsverður skortur á hommum á Íslandi,” segir Sveinn.