Heard áfrýjar dómnum

Amber Heard hefur áfrýjað dómnum.
Amber Heard hefur áfrýjað dómnum. AFP

Leikkonan Amber Heard hefur áfrýjað dómnum í meiðyrðamálinu sem hún tapað fyrir fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Johnny Depp. Dómurinn var kveðinn upp 1. júní og var henni gert að greiða Depp 10 milljónir bandaríkjadala til hans í skaðabætur. 

Lögmenn leikkonunnar greindu frá þessu í gær. 

„Við teljum að dómstóllinn hafi gert mistök sem orsakaði það að málið var ekki tekið fyrir með réttmætum og sanngjörnum hætti og brjóti gegn fyrstu viðbót stjórnarskrárinnar,“ sagði talsmaður á vegum leikkonunnar en fyrsta viðbótin snýr að tjáningarfrelsinu. 

„Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun kveikja bál á Twitter, en þetta eru skref sem við verðum að stíga til að tryggja bæði sanngirni og réttlæti,“ sagði í tilkynningu lögmanna Heard og vísa þar til þeirrar meðferðar sem skjólstæðingur þeirra hlaut á samfélagsmiðlum á meðan réttarhöldin fóru fram í apríl og maí. 

Depp höfðaði mál gegn fyrrverandi eiginkonu sinni vegna skoðanagreinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún sjálfri sér sem þolanda heimilisofbeldis en nafngreindi ekki Depp. 

Heard höfðaði mál gegn honum á móti og vann í einum kærulið og var Depp gert að greiða henni tvær milljónir bandaríkjadala. 

Lögmenn Heard hafa áður reynt að biðla til dómarans í málinu, Penney Azcarate, að ómerkja réttarhöldin á þeim grundvelli að einn kviðdómara var ekki sá sem hann sagðist vera. Azcarate synjaði þeirri ósk. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir