Tónlistarmaðurinn Drake sást á snekkju með fyrirsætunni Suede Brooks í St. Tropez í Frakklandi á dögunum. Sögusagnir eru á kreiki að þau séu eitthvað meira en bara vinir, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau sjást saman.
Brooks er fyrirsæta og YouTube-stjarna. Hún er 21 árs en tónlistarmaðurinn er 35 ára. Drake hefur birt myndbönd og myndir af fríi sínu á Instagram en Brooks sést ekki á þeim.
Þó hefur ekki verið staðfest að parið sé meira en vinir en það hafa ekki náðst myndir af þeim sýna rómantíska hegðun. Þrátt fyrir það hefur heimildarmaður Etonline sagt að þau hafi mikinn áhuga hvort á öðru en séu að taka því rólega til að byrja með.