Leikkonan Margot Robbie fékk greiddar 12,5 milljónir bandaríkjadala fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Barbie. Gerir það um 1,7 milljarð íslenskra króna. Til samanburðar fékk hún greiddar tíu milljónir bandaríkjadala fyrir kvikmyndina Birds of Prey. Launatékki þessi gerir hana að launahæstu konu í Hollywood í ár.
Upptökum á Barbie-kvikmyndinni lauk fyrr í þessarri viku en tökur höfðu staðið yfir í fjóra mánuði. Leikarinn Ryan Gosling fer með hlutverk Ken í kvikmyndinni og hefur Daily Mail það eftir heimildarmönnum sínum að Gosling og Robbie fái jafn mikið greitt fyrir hlutverk sín í myndinni.
Listi DailyMail yfir launahæstu leikara í Hollywood
Tom Cruise - 100 milljónir bandaríkjadala - Top Gun: Maverick
Will Smith - 35 milljónir bandaríkjadala - Emancipation
Leonardo DiCaprio - 30 milljónir bandaríkjadala - Killers of the Flower Moon
Brad Pitt - 30 milljónir bandaríkjadala - Formula 1 Drama
Dwayne Johnson - 22,5 milljónir bandaríkjadala - Black Adam
Will Ferrell and Ryan Reynolds - 20 milljónir bandaríkjadala - Spirited
Chris Hemsworth - 20 milljónir bandaríkjadala - Extraction 2
Vin Diesel - 20 milljónir bandaríkjadala - Fast X
Tom Hardy - 20 milljónir bandaríkjadala - Venom 3
Joaquin Phoenix - 20 milljónir bandaríkjadala - Joker 2
Denzel Washington - 20 milljónir bandaríkjadala - The Equalizer 3
Jason Momoa - 15 milljónir bandaríkjadala - Aquaman and the Lost Kingdom
Eddie Murphy - 15 milljónir bandaríkjadala - Beverly Hills Cop 4
Chris Pine - 13 milljónir bandaríkjadala - Star Trek
Steve Carell - 12,5 milljónir bandaríkjadala - Minions: The Rise of Gru
Ryan Gosling og Margot Robbie - 12,5 milljónir bandaríkjadala - Barbie