Raunveruleikamamman Kris Jenner hefur áhyggjur af eyðslu yngstu dóttur sinnar, Kylie Jenner. Jenner yngri hefur lifað hátt undanfarin ár en árið 2020 keypti hún sér einkaþotu að verðmæti 9,9 milljarða íslenskra króna.
Jenner á fimm hús í Kaliforníu en þau kosta samtals yfir 80 milljónir bandaríkjadali eða um 11 milljarða króna. Hún er sögð eyða í kringum 300 þúsund bandaríkjadölum í fatnað í hverjum mánuði á sig og dóttur sína sem eru um 41 milljóna króna.
Dóttir hennar fékk skólatösku sem kostar 12 þúsund bandaríkjadali sem hún var með á fyrsta skóladeginum, það eru 1,7 milljón króna. Hún er líka sögð eyða rúmlega 41 milljónum í öryggisgæslu og lífverði á mánuði. Hún á einnig stóran bílaflota sem stækkar óðum.
Nýverið var hún gagnrýnd harkalega á samfélagsmiðlum fyrir að nota flugvélina sína í stutt flug. Þau flaug hún í 17 mínútur innan Kaliforníuríkis. Viðhald vélarinnar kostar um 5 milljónir bandaríkjadali á ári sem eru tæpar 688 milljónir króna.