Hættu að grenja, þetta eru fokking rokktónleikar!

Ian Astbury í öllu sínu veldi á sviði.
Ian Astbury í öllu sínu veldi á sviði. AFP

Ian Astbury, söngvari The Cult, stöðvaði áflog og lét aursletturnar ganga yfir meintan skúrk á tónleikum sveitarinnar í Washington í vikunni.

Gestir á tónleikum breska rokkbandsins The Cult í Washington vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið í vikunni þegar Ian Astbury söngvari hætti skyndilega að syngja í miðju lagi og stökk niður af sviðinu til að eiga orðaskipti við mann sem stóð sem næst sviðinu. Sást hann lesa manninum pistillinn sem snöggvast og faðma að sér annan mann áður en hann stökk aftur upp á svið og lauk við lagið, sem mun hafa verið Rain.

Að því búnu ávarpaði hann áhorfendur og sérstaklega mann sem á að hafa tekið annan mann fyrir framan sig hálstaki, vegna þess að hann sá ekki nógu vel upp á sviðið fyrir honum, að sögn miðilsins TMZ.

„Taktu aldrei nokkurn mann hálstaki, lagsi. Það er alveg glatað. Hættu svo að grenja, þetta eru fokking rokktónleikar!“

Astbury uppskar dynjandi lófatak.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar