Tvær Avengers kvikmyndir kynntar á Comic-Con

Paul Rudd stígur á svið á Comic-Con. Leikarinn leikur hlutverk …
Paul Rudd stígur á svið á Comic-Con. Leikarinn leikur hlutverk ofurhetjunnar Ant-Man. AFP

Á teiknimyndaráðstefnunni Comic-Con sem fram fór í San Diego í Bandaríkjunum um helgina  tilkynnti kvikmyndarisinn Disney að tvær nýjar Marvel Avengers kvikmyndir yrðu gefnar út á næstu árum. 

Sú fyrri, Avengers: The Kang Dynasty og sú seinni Avengers: Secret Wars munu koma út árið 2025 en með þeim mun öðrum fasa Kvikmyndaheim Marvel (e. Marvel Cinematic Universe) ljúka.

Um þrjú ár eru síðan ofurhetjukvikmyndin Avengers: Endgame var sýnd í kvikmyndahúsum víðsvegar um heiminn. Myndin komst fljótlega á spjöld sögunnar, en engin önnur kvikmynd hefur verið jafn fljót að sópa að sér einum milljarði Bandaríkjadala í aðgangseyri á heimsvísu á opnunarhelgi.

Avengers: Infinity War er í öðru sæti en hún halaði inn rúmlega 640 milljónum Bandaríkjadala í aðgangseyri á opnunarhelgi. 

Comic-Con fer fram í San Diego í Bandaríkjunum.
Comic-Con fer fram í San Diego í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar