Á teiknimyndaráðstefnunni Comic-Con sem fram fór í San Diego í Bandaríkjunum um helgina tilkynnti kvikmyndarisinn Disney að tvær nýjar Marvel Avengers kvikmyndir yrðu gefnar út á næstu árum.
Sú fyrri, Avengers: The Kang Dynasty og sú seinni Avengers: Secret Wars munu koma út árið 2025 en með þeim mun öðrum fasa Kvikmyndaheim Marvel (e. Marvel Cinematic Universe) ljúka.
Um þrjú ár eru síðan ofurhetjukvikmyndin Avengers: Endgame var sýnd í kvikmyndahúsum víðsvegar um heiminn. Myndin komst fljótlega á spjöld sögunnar, en engin önnur kvikmynd hefur verið jafn fljót að sópa að sér einum milljarði Bandaríkjadala í aðgangseyri á heimsvísu á opnunarhelgi.
Avengers: Infinity War er í öðru sæti en hún halaði inn rúmlega 640 milljónum Bandaríkjadala í aðgangseyri á opnunarhelgi.