Fagnaði afmælinu með Swift

Selena og Taylor
Selena og Taylor Ljósmynd/Instagram

Söng– og leikkonan Selena Gomez fagnaði 30 ára afmæli sínu með vinkonu sinni, tónlistarkonunni Taylor Swift um helgina. Söngkonurnar hafa verið vinkonur í fjölda ára og birtu myndir af sér á Instagram í tilefni dagsins. 

„Takk fyrir hamingjuóskirnar. Stærsta óskin mín fyrir þetta ár er að gefa eins mikið fé og hægt er í Rare Impact Fund til styrktar fræðslu um andlega heilsu. Saman getum við minnkað stimpilinn sem er á andlegri heilsu og bætt aðgengi að aðstoð,“ skrifaði Gomez á Instagram. 

Gomez hefur sjálf glímt við andleg veikindi. Hún greindi frá því fyrir nokkrum árum að hún væri greind með geðhvörf. Hún vill opna umræðuna varðandi slík veikindi og að þau losni við slæma umtalið sem þeim oft fylgir. 

View this post on Instagram

A post shared by Selena Gomez (@selenagomez)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar