Hin nýgifta leik- og söngkona Jennifer Lopez fagnaði 53 ára afmæli sínu með því að birta af sér nektarmynd á Instagram. Myndin er fyrir nýja húðvöru sem hún framleiðir, Firm+Flaunt Trageted Booty Balm sem á að stinna yfirborð rassins.
„Við gefum andlitinu okkar svo mikla athygli með húðumhirðu en við gleymum stundum líkamanum,“ skrifaði stjarnan við Instagram færslu þar sem hún kynnir nýja kremið.
Lopez hefur varið síðustu dögum í París í Frakklandi ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Ben Affleck. Hin nýgiftu hjón skelltu sér þangað eftir brúðkaupið.