Paul Sorvino látinn

Paul Sorvino árið 2010.
Paul Sorvino árið 2010. Ljósmynd/Wikipedia.org/David Shankbone

Bandaríski leikarinn Paul Sorvino, er látinn 83 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að leika Paulie Cicero í mafíósamyndinni Goodfellas sem kom út árið 1990.

Roger Neal, kynningarfulltrúi Sorvino, sagði hann hafa látist af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í Indiana-ríki í Bandaríkjunum.

Sorvino lék gjarnan lögreglumenn eða glæpamenn á ferli sínum sem hófst árið 1970. Hann lek í fleiri en 50 bíómyndum og í fjölda sjónvarpsþátta, meðal annars í lögguþáttunum „Law and Order“.

Hann lék einnig með Al Pacino í myndinni „The Panic in Needle Park“ árið 1971 og með James Caan í myndinni „The Gambler“ sem kom út árið 1974.

Sorvino lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem öll starfa í skemmtanabransanum. Mira Sorvino fetaði í fótspor föður síns og er leikkona en hún fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Mighty Aphrodite“ sem kom út árið 1996.

„Það verður aldrei annar Paul Sorvino,“ skrifaði eiginkona hans Dee Dee Sorvino í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar