Segir sögur um framhjáhald kjaftæði

Elon Musk segist ekki hafa haldið við Nicole Shanahan.
Elon Musk segist ekki hafa haldið við Nicole Shanahan. AFP/TED CONFERENCES/Ryan LASH

Elon Musk, forstjóri Tesla og Space X segist ekki hafa haldið framhjá með Nicole Shanahan, eiginkonu Sergey Brin, einn meðstofnanda Google. Wall Street Journal greindi frá því um helgina að Musk, sem lengi hefur verið vinur Brin, hafi haldið stuttlega við Shanahan í desember 2021. 

Samkvæmt heimildum WSJ voru Brin og Shanahan skilin að borði og sæng en bjuggu enn saman. Vísaði WSJ í ónefndan heimildarmann sem sagður er vera náinn þeim. 

Musk hefur hins vegar neitað þessu á Twitter og sagst ekki hafa tíma fyrir svona lagað. „Ég vinn gríðarlega mikið, þannig það er ekki mikill tími fyrir svona kjánaskap,“ skrifaði Musk sem er um þessar mundir ríkasti maður heims. 

Musk lísti fyrr ásökunum sem kjaftæði og sagði þá Brin enn vera vini, þeir hafi verið saman í gleðskap kvöldið áður. „Ég hef bara hitt Nicole tvisvar á síðustu þremur árum, bæði skiptin var fullt af fólki í kringum okkur. Ekkert rómantískt í gangi,“ skrifaði Musk.

Kraup á kné

Brin sótti um skilnað við Shanahan í janúar, og samkvæmt WSJ gerði hann það eftir að hann komst að framhjáhaldinu. Þá er Musk sagður hafa kropið á kné fyrir framan Brin í gleðskap fyrr á þessu ári, og beðið vin sinn fyrirgefningar á því að hafa haldið við konu hans. 

Musk og Brin hafa verið vinir til margra ára og lagði Brin meðal annars hálfa milljón bandaríkjadala í Tesla árið 2008 þegar hart var í ári hjá fyrirtækinu.

Einkalíf Musk í sviðsljósinu

Musk hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að hann gerði tilboð í samfélagsmiðilinn Twitter og hætti svo við að kaupa fyrirtækið. Nú standa yfir miklar samningarviðröður vegna mögulegra kaupa hans á Twitter. 

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Musk væri faðir tvíbura sem Shivon Zills, sem er einn af æðstu stjórnendum Neuralink, sem er í eigu Musks. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar