Slapp með skrekkinn í árekstri við mótorhjól

Jason Momoa.
Jason Momoa. AFP/Robyn Beck

Leikarinn Jason Momoa lenti í árekstri við mótorhjólamann í Topanga í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Leikarinn skrapp með skrekkinn en ökumaður mótorhjólsins slapp með minniháttar áverka. Page Six greinir frá. 

Samkvæmt lögreglunni ók ökumaður mótorhjólsins hjólinu yfir á vegarhelming Momoa og féll hann af hjólinu eftir að hann lenti á vinstri hlið bifreiðar leikarans. 

Momoa stoppaði annan bíl á veginum og bað hann hann um að hringja í neyðarlínuna. Ökumaður mótorhjólsins var svo fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hann er 21 árs gamall. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar