Leikarinn Jason Momoa lenti í árekstri við mótorhjólamann í Topanga í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Leikarinn skrapp með skrekkinn en ökumaður mótorhjólsins slapp með minniháttar áverka. Page Six greinir frá.
Samkvæmt lögreglunni ók ökumaður mótorhjólsins hjólinu yfir á vegarhelming Momoa og féll hann af hjólinu eftir að hann lenti á vinstri hlið bifreiðar leikarans.
Momoa stoppaði annan bíl á veginum og bað hann hann um að hringja í neyðarlínuna. Ökumaður mótorhjólsins var svo fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hann er 21 árs gamall.