Ráðamenn í Lundúnum, Sheffiels og Manchester hafa lýst yfir áhuga sínum á að halda Eurovision söngvakeppnina á næsta ári. Ferlið til að velja borg hefst í þessari viku og þurfa borgir að sækja formlega um til að fá að halda keppnina.
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, skrifaði á Twitter að það væri mikill heiður að fá að halda keppnina fyrir Úkraínu á næsta ári.
It’s very disappointing for Ukraine that they will be unable to host Eurovision next year.
— Mayor of London, Sadiq Khan (@MayorofLondon) July 25, 2022
London is ready and willing to step in. We would be honoured to put on a contest that celebrates the people of Ukraine and shows off the very best of Britain. https://t.co/hIXh1JFdIa
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, greindi frá því í gær að vegna stríðsins í Úkraínu myndi keppnin fara fram í Bretlandi á næsta ári. Breska ríkisútvarpið, BBC, heldur því utan um skipulag keppninnar sem mun verða með úkraínskum blæ.
„Tónlistarborg á heimsmælikvarða, magnaðar tónleikahallir, reynsla af því að skipulegja stóra viðburðir og fjölmennasta samfélag Úkraínumanna í Bretlandi er hér,“ skrifaði Bev Craig, forseti borgarstjórnar Manchester, á Twitter í gær um leið og hann tilkynnti að Manchester myndi sækja um.
Samkvæmt BBC koma einnig borgirnar Leeds, Liverpool, Newcastle, Birgmingham, Aberdeen, Brighton, Bristol, Belfas, Cardiff og Nothingham til greina.