Áhugasöm um að halda Eurovision

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, er áhugasamur um að halda Eurovision …
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, er áhugasamur um að halda Eurovision söngvakeppnina á næsta ári. AFP

Ráðamenn í Lundúnum, Sheffiels og Manchester hafa lýst yfir áhuga sínum á að halda Eurovision söngvakeppnina á næsta ári. Ferlið til að velja borg hefst í þessari viku og þurfa borgir að sækja formlega um til að fá að halda keppnina. 

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, skrifaði á Twitter að það væri mikill heiður að fá að halda keppnina fyrir Úkraínu á næsta ári. 

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, greindi frá því í gær að vegna stríðsins í Úkraínu myndi keppnin fara fram í Bretlandi á næsta ári. Breska ríkisútvarpið, BBC, heldur því utan um skipulag keppninnar sem mun verða með úkraínskum blæ. 

„Tónlistarborg á heimsmælikvarða, magnaðar tónleikahallir, reynsla af því að skipulegja stóra viðburðir og fjölmennasta samfélag Úkraínumanna í Bretlandi er hér,“ skrifaði Bev Craig, forseti borgarstjórnar Manchester, á Twitter í gær um leið og hann tilkynnti að Manchester myndi sækja um. 

Samkvæmt BBC koma einnig borgirnar Leeds, Liverpool, Newcastle, Birgmingham, Aberdeen, Brighton, Bristol, Belfas, Cardiff og Nothingham til greina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar