Fyrrverandi kryddpían Victoria Beckham rifjaði upp gamla takta um helgina þegar hún söng lagið Stop eftir Spice Girls í karíókí. Eiginmaður hennar, fótboltamaðurinn fyrrverandi David Beckham, birti myndbandsbrot af henni syngja lagið á Instagram.
Aðdáendur virtust hrifnir í athugasemda kerfinu og báðu hana um að snúa aftur og halda tónleika með hljómsveitinni.
Mel C fyrrum kryddpía skrifaði við færsluna: „Gott að sjá að þú ert byrjuð að æfa þig.“