Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Bob Rafelson er látinn. Rafelson lést úr lungnakrabbameini á heimili sínu í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum á laugardag 89 ára að aldri.
Rafelson var leikari, handritshöfundur og framleiðandi kvikmynda og kom meðal annars að gerð kvikmyndarinnar Five Easy Pieces, Easy Rider og The Last Picture Show. Þá var hann einn af höfundum þáttanna The Monkees ásamt félaga sínum Bert Schneider.
Five Easy Pieces var tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna árið 1971 og þar á meðal var Jack Nicholson, sem fór með aðalhlutverk í myndinni, tilnefndur fyrir leik sinn. Nicholson og Rafelson unnu náið saman á þessum árum.
Ungur kvæntist Rafelson Toby Carr. Þau eignuðust tvö börn, dóttur og son. Dóttir þeirra lést af slysförum á heimili þeirra þegar hún var 10 ára. Rafelson og Carr skildu árið 1977. Rafelson kvæntist Gabrielle Taurek árið 1999 og áttu þau tvo syni sama.