Glímdi við krabbamein í stjórnartíð Trumps

Jared Kushner, tengdasonur forsetans.
Jared Kushner, tengdasonur forsetans. AFP

Jared Kushner, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta og tengdasonur hans, segist hafa barist við skjaldkirtilskrabbamein á meðan hann vann fyrir forsetans. 

Kushner, sem kvæntur er Ivönku Trump, greinir frá þessu í sjálfsævisögu sinni sem ráðgert er að kom út í ágúst. Í útdrætti úr bókinni segir Kushner frá því hvernig læknir Hvíta húsins, Sean Conley, hafi sagt honum frá krabbameinsgreiningunni og að hann þyrfti að fara í aðgerð eins fljótt og hægt var. 

Kushner fór í aðgerðina rétt fyrir þakkargjörðarhátíðina árið 2019 og var krabbameinsgreiningu hans haldið leyndri. New York Times greindi fyrst frá útdráttinum úr bókinni. 

Í bókinni segir Kushner frá því að hann hafi talið að tengdafaðir hans og yfirmaður vissi ekki af krabbameininu. Annað kom á daginn þegar Trump hringdi í hann daginn fyrir aðgerðina og spurði hvort hann væri stressaður fyrir henni. Spurður hvernig hann vissi af greiningunni svaraði Trump: „Ég er forsetinn. Ég veit allt. Ég skil að þú vilt halda þessu leyndu. Ég er líka fyrir það að halda hlutum fyrir sjálfan mig. Það verður í lagi með þig. Ekki hafa áhyggjur af neinu vinnutengdu.“

Bók Kushners, Breaking History: A White House Memoir kemur út hinn 23. ágúst næstkomandi.

Kushner er kvæntur Ivönku Trump, dóttur Donalds Trump.
Kushner er kvæntur Ivönku Trump, dóttur Donalds Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar