Jared Kushner, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta og tengdasonur hans, segist hafa barist við skjaldkirtilskrabbamein á meðan hann vann fyrir forsetans.
Kushner, sem kvæntur er Ivönku Trump, greinir frá þessu í sjálfsævisögu sinni sem ráðgert er að kom út í ágúst. Í útdrætti úr bókinni segir Kushner frá því hvernig læknir Hvíta húsins, Sean Conley, hafi sagt honum frá krabbameinsgreiningunni og að hann þyrfti að fara í aðgerð eins fljótt og hægt var.
Kushner fór í aðgerðina rétt fyrir þakkargjörðarhátíðina árið 2019 og var krabbameinsgreiningu hans haldið leyndri. New York Times greindi fyrst frá útdráttinum úr bókinni.
Í bókinni segir Kushner frá því að hann hafi talið að tengdafaðir hans og yfirmaður vissi ekki af krabbameininu. Annað kom á daginn þegar Trump hringdi í hann daginn fyrir aðgerðina og spurði hvort hann væri stressaður fyrir henni. Spurður hvernig hann vissi af greiningunni svaraði Trump: „Ég er forsetinn. Ég veit allt. Ég skil að þú vilt halda þessu leyndu. Ég er líka fyrir það að halda hlutum fyrir sjálfan mig. Það verður í lagi með þig. Ekki hafa áhyggjur af neinu vinnutengdu.“
Bók Kushners, Breaking History: A White House Memoir kemur út hinn 23. ágúst næstkomandi.