Chuck Lorre, höfundur þáttanna Two and a Half Men og The Big Bang Theory, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni Arielle Lorre.
TMZ greinir frá þessu og segir hjónin hafa skilið að borði og sæng í maí á þessu ári.
Lorre hjónin gengu í hjónaband í október árið 2018. Í tilkynnignu til Variety segjast þau vera þakklát fyrir tímann sem þau eyddu saman en að nú væri komið að því að þau héldu hvort í sína áttina.
Hjónin eiga ekki börn saman en þau gerðu kaupmála áður en þau giftu sig. Samkvæmt honum mun hann borga henni framfærslueyri og fyrir lögmann hennar.
Þáttahöfundurinn var áður kvæntur Paulu Smith frá 1979 til 1992. Þau eiga saman dæturnar Nicole og Asu. Hann var einnig áður kvæntur Playboy fyrirsætunni Karen Witter frá 2001 til 2010.