Raunveruleikastjörnurnar Mackenzie McKee og Josh McKee eru að skilja eftir 12 ára samband. Þau eru þekkt fyrir að deila lífi sínu í þáttaröðinni 16 and pregnant og Teen Mom. Mackenzie lét aðdáendur sína vita af stöðu mála á Instagram.
„Stundum ganga hlutirnir upp og stundum alveg sama hvað þú berst fyrir því þá bara virka þeir ekki. Ég ætla að segja ykkur að við séum hætt saman. Ég mun alltaf virða hann sem faðir barna minna, en það er komin tími á að ég finni mína hamingju,“ skrifar hún en þau hafa verið gift í níu ár.
Hún segir jafnframt að hún og Josh séu enn ung og eigi allt lífið eftir. Þau vilja bæði að hvort annað sé hamingjusamt í framtíðinni. Þau eiga saman þrjú börn og vilja það besta fyrir þau.
Parið fór í sundur 2019 eftir að Josh hélt framhjá Mackenzie og hún hóf í framhaldi ástarsamband með öðrum manni. Þau ákváðu að gefa hjónabandi sínu annað tækifæri eftir þetta en það virðist sem það hafi ekki gengið upp eins og þau höfðu vonað.