Er ekki látinn

Tony Dow er ekki látinn.
Tony Dow er ekki látinn. Ljósmynd/IMDb

Óvart var greint frá andláti Leave it to Beaver stjörnunnar Tony Dow í gær, þriðjudag. Dow er ekki látinn en er á líknandi meðferð að því er fram kemur í frétt TMZ

Eiginkona hans, Lauren Shulkind, greindi umboðsmanni hans að hann væri látinn fyrir mistök en hún er sögð hafa verið í miklu uppnámi yfir ástandi hans, og talið að búið væri að úrskurða hann látinn. Leikarinn, sem þekktur er fyrir að túlka Wally Cleaver, er hins vegar enn á lífi.

Sonur þeirra sagði í samtali við TMZ að hann væri heima, á líknandi meðferð og ætti ekki langt eftir.

Greint var frá andláti hans á Facebook-síðu hans, en þeirri færslu hefur nú verið eytt. 

Dow og Shulkind sögðu frá því í maí á þessu ári að hann hefði greinst með krabbamein. Hann er 77 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar