Fagnaði afmælinu í óvæntum félagsskap

Leikararnir Vin Diesel og Helen Mirren eru stödd í Róm …
Leikararnir Vin Diesel og Helen Mirren eru stödd í Róm við tökur á nýrri kvikmynd, Fast X. Samsett mynd

Leikarinn Vin Diesel fagnaði 55 ára afmæli sínu í Róm á Ítalíu hinn 18. júlí síðastliðinn. Hann eyddi afmælisdeginum þó ekki einsamall og hélt upp á áfangann í óvæntum félagsskap. 

Diesel og leikkonan Helen Mirren sáust saman á veitingastaðnum fræga, Antica Pesa. Þar fengu þau til liðs við sig einn af framleiðendum kvikmyndarinnar Fast X en þau eru nú við tökur á kvikmyndinni.

Heimildarmaður Page Six segir Diesel hafa verið klæddan í blazer-jakka sem hann fór svo úr, en þá var hann að sjálfsögðu í hvítum hlýrabol sem má segja að sé hans einkennisfatnaður. 

View this post on Instagram

A post shared by Vin Diesel (@vindiesel)

Leikararnir sötruðu rauðvín og Prosecco og virtust njóta sín í botn í hitanum, en samkvæmt heimildarmanninum hefur vinskapur þeirra styrkst undanfarnar vikur á meðan tökur standa yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar