Helgi ætlar að toppa sig um helgina

Helgi Björnsson ætlar að toppa sig um helgina.
Helgi Björnsson ætlar að toppa sig um helgina. Ljósmynd/Mummi Lú

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson segist ætla að toppa sig í beinu streymi um verslunarmannahelgina. Undanfarna daga hefur Helgi safnað orku á ferðalagi um æskuslóðir sínar við Ísafjörð. 

„Það verður ekkert gefið eftir, hópurinn minn er orðin vel sjóaður í þessum útsendingum og nú ætlum við að toppa okkur með glæsilegri útsendingu,“ segir Helgi.

Það verður fullt hús af hæfileikum með Helga og Reiðmönnunum nú sem fyrr. „Við erum með frábæra gesti, söngvara sem allir elska en ekki bara það; það verða dansarar, sprengjur, besta veðrið og síðast en ekki síst þá verða allir sexí, allir,“ segir Helgi.

Streymið sameinar alla yfir Verslunarmannahelgina, því streymið næst „uppi á palli, inn í tjaldi og úti í skógi og vonandi skemmt' allir sér vel“.

Í ár verður sent út frá Tjörninni og kvöldskemmtun Helga og Reiðmannanna er aðgengileg öllum, hvar sem þeir eru í heiminum.

Streymið er á laugardagskvöldinu 30.júlí og hefst klukkan 21:00. Hægt að tryggja sér aðgengi í gegnum Símann, Vodafone og vVenue netstreymi.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.helgibjorns.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio